bordid (2 of 172) (Verslunin main)jpg.jpg
bordid (2 of 172) (Verslunin main)jpg.jpg

Verslun


SCROLL DOWN

Verslun


Ein helsta sérstaða verslunarinnar er mjög breitt vöruúrval af matvöru sem við flytjum beint inn frá rótgrónum framleiðendum víðsvegar um Evrópu og víðar og eru því ekki í boði í öðrum verslunum hér á landi. Allt eru þetta framleiðendur sem við höfum kynnst á ferðalögum okkar, eiga sér sögu og hafa skapað sér sérstöðu á heimamörkuðum.

 Við höfum hitt suma þessara framleiðenda persónulega og þannig fengið tækifæri til að kynnast starfseminni frá fyrstu hendi. Meðal þess sem við bjóðum upp á eru skinkur og salame sem við skerum á staðnum, ostar frá Frakklandi og Ítalíu, antipasto og ýmsar truffluafurðir frá Ítalíu, sultur, curd, sætindi og sósur frá Bretlandi og Ítalíu og svo mætti lengi telja.

 

Beretta og Tariello

Hráskinkur, soðnar skinkur, salami, mortadella o.fl. frá Beretta bræðrum á Ítalíu. Þetta er einn þekktasti framleiðandi Ítalíu sem hefur starfað óslitið frá árinu 1812,
Ítalinn Roberto Tariello hefur hreiðrað um sig á Þykkvabæ við Hellu þar sem hann framleiðir frábært salame eftir aldagömlum aðferðum og notar aðeins svínakjöt frá Ormsstöðum við framleiðsluna. Tariello sérframleiðir fyrir okkur extra þykkt salame sem fer einkar vel í áleggshnífnum okkar.

 

Cartwright & Butler

Cartwright & Butler var stofnað árið 1981 í Yorkshire í Norðaustur-Englandi. Hugmynd stofnenda þess var að þróa og framleiða sultur sem brögðuðust betur en þær heimagerðu. Starfsemin hófst í litlu herbergi sem leigt var af kryddverksmiðju í nágrenninu, en hefur á undanförnum 35 árum undið upp á sig og nú má sjá vörur frá Cartwright & Butler í frægum verslunum á borð við Harrods og Harvey Nichols. Vörulínan inniheldur meðal annars sultur, kex, sætindi og gosdrykki. Auk þess að leggja mikið upp úr gæði hráefnisins er mikil áhersla lögð á fallegar, sígildar og margnota umbúðir.

Staub

Pottar, pönnur, eldföst mót og fleira frá Staub, sem hefur framleitt pottajárnsvörur í verksmiðju sinni í Alsace frá árinu 1974. Pottarnir og pönnurnar eru einstakt handverk. Níðþungt pottajárnið tryggir jafna hitadreifingu og óviðjafnanlega eldun á flestum mat. Coq au Vin, Boeuf Bourguignon, Osso Bucco, Pulled Pork hefur aldrei bragðast eins vel.

 

Stringhetto

Stringhetto fjölskyldan í Legnano á Ítalíu hefur verið viðriðin ávexti í háa herrans tíð. Fjölskyldufaðirinn, Fabrizio Stringetto ákvað sem ungur maður að yfirgefa sveitasæluna í leit að stærri draumum og opnaði ávaxta- og grænmetisheildverslun með konu sinni þegar hann var aðeins 24 ára að aldri. Rúmum þrjátíu árum síðar er verslunin Tuttafrutta enn á sínum stað Via Lungadige Scrami. Börn þeirra hjóna ólust bókstaflega upp á ávaxtalagernum og það var svo um aldamótin sem sonur þeirra hjóna, Stefano hóf að gera sultur með óhefðbundum aðferðum. Í stað sykurs og þykkingarefna á borð við pektín er aðeins notast við ávexina sjálfa og frúktósa. Til þess að þykkja sulturnar er einfaldlega notað meira af ávöxtum! Gæðahráefni, nýstárleg tækni og þrotlausar tilraunir skila sér í sultum sem eiga sér engar líkar. Súkkulaðiáleggin frá Stringhetto eru svo sér kapútúli út af fyrir sig!

Cool Chile: Chile, Masa Harina, Chipotle, salsa, baunir, paste, margarita rim og sósur. Allt sem þú þarft til að búa til fullkomna mexikóska veislu!

Nisasca Portofino

Með vörunum frá Niasca Portofino ferðast þú um 3000 kílómetra suður á bóginn. Nisca Portofino var stofnað af íbúm þess fallega bæjar Portofino í Lígúría-héraði á Ítaliu. Tilgangurinn með stofnun félagsins var að endurheimta staðbundnar matargerðarhefðir, koma yfirgefnu landi og byggingum aftur í gagnið og hleypa lífi í bæinn alla 12 mánuði ársins. Vörulína Niasca Portofino er svo sannarlega góður fulltrúi fegurðar, hreinleika og matargerðarhefðar Portofino og nærsveita. Við á Borðinu erum ákaflega stolt af því að bjóða upp á alla vörulínu Niasca Portofino (að vínum og grappa undanskildum!). Í hillunum hjá okkur finnur þú þrjár tegundir af brakandi ferskum gosdrykkjum, frábærar tómatsósur og pestó, ólífur og pasta að ógleymdum jómfrúarólífuolíunum Splendido og Nazionale sem hafa algjörlega slegið í gegn hjá viðskiptavinum okkar.