bordid (98 of 172).jpg
bordid (121 of 172) (Einkasamkvæmi).jpg
bordid (98 of 172).jpg

Veislur


SCROLL DOWN

Veislur


Á að halda veislu? Langar þig að bjóða upp á dásamlegan mat, kökur eða jafnvel bæði? Við getum séð um þetta allt fyrir ykkur.

Við bjóðum bæði upp á veislubakka en einnig er hægt að leigja Borðið eftir lokun kl. 20 til fyrir hvers konar einkasamkvæma, hvort sem gamlir vinir úr menntskóla eru að koma saman til að endurnýja kynnin eða vinnustaðurinn er að þjappa saman starfsfólki sínu, getum við fullvissað þig um að veislan verður ógleymanleg. Möguleiki er á að kaupa mat af matseðli eða veislu seðli, panta sérstaka deserta, álegg og osta. Möguleikarnir eru óþrjótandi. Hóflegt tappagjald er tekið af léttvíni og bjór. 

Endilega sendið okkur fyrirspurn á bordid@bordid.is 

Við erum einnig mjög stolt af bakkelsinu okkar og er hægt að sérpanta allar tegundir sætabrauða sem við bjóðum upp á á Borðinu. Tekið er á móti pöntunum og fyrirspurnum á bordid@bordid.is 

Hægt er að panta eftirfarandi góðgæti:

 • Gulrótaterta
 • Hindberjabaka
 • Marengsterta með púnskremi
 • Kanelsnúðar (veldu fjölda snúða)
 • Reeses peeses salthnetu súkkulaði ganache bomba
 • Konfektsúkkulaði ostakaka
 • Graskers ostakaka
 • Hvítsúkkulaði ostaka
 • Vanillu ostakaka
 • Franskar makkarónur, lágmark 15stk
 • Isaphan macaroon, lágmark 10 stk
bordid (121 of 172) (Einkasamkvæmi).jpg

Þemakvöld á Borðinu


Þemakvöld á Borðinu


 

Okkur á Borðinu þykir gaman að halda veislur, upphefja hverja árstíð og dásamleg hráefni sem náttúran gefur okkur. Við munum halda ýmis þemakvöld sem verða auglýst á heimasíðunni og facebook þegar þar að kemur. Fyrsta þemakvöld Borðsins var haldið 25. nóvember og var að sjálfsögðu jólaþema. Öll sæti fylltust á örfáum klukkutímum en við höfum aðeins rými fyrir 25 manns í sæti sem gerir andrúmsloftið og stemninguna persónulega og notalega. Dagsetning á næsta þemakvöld verður auglýst síðar. Ekki hika við að hafa samband ef þið hafið áhuga á frekari upplýsingum.