bordid (98 of 172).jpg
bordid (98 of 172).jpg

Veislur


SCROLL DOWN

Veislur


Á að halda veislu? Langar þig að bjóða upp á dásamlegan mat, kökur eða jafnvel bæði? Við getum séð um þetta allt fyrir ykkur.

Við bjóðum bæði upp á veislubakka en einnig er hægt að leigja Borðið eftir lokun kl. 20 til fyrir hvers konar einkasamkvæma, hvort sem gamlir vinir úr menntskóla eru að koma saman til að endurnýja kynnin eða vinnustaðurinn er að þjappa saman starfsfólki sínu, getum við fullvissað þig um að veislan verður ógleymanleg. Möguleiki er á að kaupa mat af matseðli eða veislu seðli, panta sérstaka deserta, álegg og osta. Möguleikarnir eru óþrjótandi. Hóflegt tappagjald er tekið af léttvíni og bjór. 

Endilega sendið okkur fyrirspurn á bordid@bordid.is 

Við erum einnig mjög stolt af bakkelsinu okkar og er hægt að sérpanta allar tegundir sætabrauða sem við bjóðum upp á á Borðinu. Tekið er á móti pöntunum og fyrirspurnum á bordid@bordid.is 

Hægt er að panta eftirfarandi góðgæti:

  • Gulrótaterta
  • Hindberjabaka
  • Marengsterta með púnskremi
  • Kanelsnúðar (veldu fjölda snúða)
  • Graskers ostakaka
  • Hvítsúkkulaði ostaka
  • Vanillu ostakaka
  • Kókos macaroon, lágmark 10 stk

 

SMÁRÉTTAVEISLA BORÐSINS

Smáborgari

nauta shortribs eða grísahnakki, BBQ sósa, pikkluð agúrka, chipotle mæjó

 

Roastbeef

brioche brauð, bernaisesósa, stökkur laukur

 

Nautatartar

rúgbrauð, saltbökuð rauðrófa, reykt krem

 

Grillaður kjúklingur

marokkósk krydd, jógúrtsósa

 

Grafin bleikja

blinis, sýrður rjómi, söl

 

Heitreyktur lax

rúgbrauð, japanskt mæjó, dill

 

Rækjur

sítrónukrem, kryddjurtir, stökkt brauð

 

Grænmetispizza

pizzasósa, kúrbítur, kirsuberjatómatar, ostur

 

Grænmetisspjót,

basilkrem

 

Vatnsdeigsbollur

með saltaðari karmellu

 

Möndlukaka

vanillukrem, ristaðar möndlur

 

Hvítsúkkulaðimús

ber og bakað hvítt súkkulaði