- Starfsfólkið.jpg
bordid (95 of 172) (Umhverfið).jpg
-Húsnæðið.jpg
-Fréttabréf.JPG
- Starfsfólkið.jpg

STARFSFÓLKIÐ


SCROLL DOWN

STARFSFÓLKIÐ


Borðið er fjölskyldufyrirtæki. Hjónin Rakel Eva og Friðrik,  Martina og Jón Helgi og Emilía og Patrik eru eigendur staðarins ásamt Ómari Stefánssyni matreiðslumeistara og aðalkokki Borðsins. Ómar Stefánsson hefur komið víða við og sækir innblástur sinn í íslenska náttúru og danskar matargerðarhefðir. Patrik er jafnframt framkvæmdarstjóri Borðsins. 

Catherine og Lara Wolny sjá til þess að Borðið geti boðið upp á dýrindis bakkelsi alla daga vikunnar. Catherine er frönsk að uppruna, menntun í franskri sætabrauðrsgerð og með margra ára reynslu af bakstri. Lara Wolny er bandarísk og hefur einnig dýrmæta reynslu af bakstri frá Brooklyn NY. 

Við erum svo heppin að geta státað okkur af afbragðsstarfsfólki í öllum störfum, hvort sem er í uppvaskinu, afgreiðslunni, ræstingu eða eldhúsinu og leggjum mikla áherslu á ríka þjónustulund og raunverulegan áhuga starfsmanna okkar á mat, matargerð og hefðum. Láttu okkur vita ef þú vilt slást í hópinn, hóla okkur eða hallmæla í tölvupóstfangið bordid@bordid.is. Við verðum þér ævinlega þakklát.

bordid (95 of 172) (Umhverfið).jpg

UMHVERFIÐ


UMHVERFIÐ


Okkur er ekki bara umhugað um að bjóða upp á góðan mat sem eldaður er frá grunni á staðnum, við viljum líka að starfsemi okkar hafi sem minnst áhrif á náttúruna. Þess vegna er allur matur til að taka með heim borinn fram í umhverfisvænustu umbúðum sem í boði eru (sjá vegware.com fyrir frekari upplýsingar). Umbúðirnar brotna niður á nokkrum vikum ef þú setur þær í almennt sorp og verða meira að segja að fyrirtaks mold ef þú býrð svo vel að eiga moltutunnu. Við munum aldrei bjóða upp á frauðplast undir matinn okkar eða innkaupapoka úr plasti. 

Við leggjum mikla áherslu á að flokka allt rusl sem fellur til af starfseminni, notum umhverfisvæn hreinsiefni og leitum allra ráða við að halda matarsóun í lágmarki. Auðvitað taka þessar áherslur í umhverfismálum stundum á og hafa í för með sér aukinn kostnað, sem þú berð að einhverju leyti á endanum. En við erum algjörlega sannfærð um að þetta sé samfélagsleg skylda okkar og það eina rétta í stöðunni. Við vonum að þú takir undir.

-Húsnæðið.jpg

Húsnæðið


Húsnæðið


Frá því að húsið við Ægisíðu 123 var reist árið 1947 hefur það hýst fjölbreytta verslunarstarfsemi fyrir hverfið. Þar hefur meðal annars verið að finna bakarí, sjoppu og myndbandsleigu, en lengst af starfaði nýlenduvöruverslunin Straumnes í húsnæðinu, frá árinu 1953-1972. Það má því segja að Borðið sé að einhverju leyti afturhvarf til gamla kaupmannsins á horninu, þar sem áhersla er lögð á úrvalsvörur og persónulega þjónustu. 

Við eigum til með að enda þetta á að taka undir orð Jóns heitins Sigurðssonar, kaupmanns í Straumnesi, sem sagðist í blaðaviðtali fyrir 20 árum vera sannfærður um að tími kaupmannsins á horninu kæmi aftur: „Það er ekki til skemmtilegra starf fyrir ungt fólk en að setja upp litla matvörubúð," segir Jón. „Ef það leggur sig virkilega fram, þá fær það viðskiptin. Þetta byggist líka allt á viðmóti og að hafa þetta í sér, en ekki bara á yfirborðinu. Samskiptavitið og viðskiptavitið verður að tvinnast saman.“

-Fréttabréf.JPG

FRÉTTABRÉF


FRÉTTABRÉF