01unnid_DSC7262 1.jpg
bordid (92 of 172).jpg
01unnid_DSC7262 1.jpg

Maturinn


Á meðan þú skýst á milli funda, situr fyrir framan skjáinn eða sækir krakkana í skólann erum við önnum kafinn við að útbúa kvöldmatinn fyrir þig. Við flysjum og skerum grænmeti og ávexti í salatið, verkum fiskinn og kjötið og eldum í allan þann tíma sem nauðsynlegur er, leyfum sósunum að sjóða niður, bökum sætabrauð og útbúum eftirréttina. Allt á staðnum úr úrvals hráefni af fag-  mönnum sem vita hvað þeir syngja. Við styttum okkur aldrei leið og gerum engar málamiðlanir. Vegna þess að við höfum tímann sem þig skortir

SCROLL DOWN

Maturinn


Á meðan þú skýst á milli funda, situr fyrir framan skjáinn eða sækir krakkana í skólann erum við önnum kafinn við að útbúa kvöldmatinn fyrir þig. Við flysjum og skerum grænmeti og ávexti í salatið, verkum fiskinn og kjötið og eldum í allan þann tíma sem nauðsynlegur er, leyfum sósunum að sjóða niður, bökum sætabrauð og útbúum eftirréttina. Allt á staðnum úr úrvals hráefni af fag-  mönnum sem vita hvað þeir syngja. Við styttum okkur aldrei leið og gerum engar málamiðlanir. Vegna þess að við höfum tímann sem þig skortir

VIRKIR DAGAR

Dagurinn byrjar snemma á Borðinu, frá kl 7:45 til 10:30 þriðjudaga til föstudaga geturðu nælt þér í dásamlegan morgunmat hvort sem þú nýtur hans hjá okkur eða tekur hann með þér. Á boðstólnum er Bruffin, kanilsnúðarnir okkar ómótstæðilegu og ristað súrdeigsbrauð með lemon curd, sultu, nýskornu kjötáleggi, osti ofl., 

Í hádeginu fær ímyndunaraflið lausan tauminn. Hádegismatur er frá 11:30 til 14:00

Hádegisréttur dagsins inniheldur annað hvort kjöt eða fisk en um er að ræða ljúffenga og næringarríka heita máltíð. Verð 2.090 kr.

Matarmikið salat sem er aldrei eins en samanstendur alltaf af brakandi fersku káli, árstíðabundnu grænmeti og ávöxtum, hnetum og dressingu. Verð 1.990 kr. Á salatið er einnig hægt að bæta við hægelduðu eggi og/eða kjöti ef áhugi er fyrir því.

Yfir allan daginn fást gómsætar samlokur með sérskornu ítölsku áleggi að eigin vali og sinneps pikkluðu grænmeti. Hver samloka er gerð eftir pöntun.

VIRK KVÖLD

Á kvöldin tekur við matseðill mánaðarins sem inniheldu alltaf; kjötrétt, kjúklingarétt, grænmetisrétt, fiskrétt, matarmikið salat og barnarétt. Fyrsta mánudag hvers mánaðar kemur nýr kvöldseðill. 

HELGAR

Um helgar bjóðum við svo upp á dögurð þar sem framúrstefnulegir réttir fá að njóta sín í bland við góðkunningjana.

Kvöldmaturinn um helgar er svo settur í sparibúninginn en þá tökum við snúning á hefðbundnum skyndibita og bjóðum upp á grilluð flatbrauð og matarmikið og gott helgar salat.

ALLTAF
Síðast en ekki síst tökum við eftirréttina okkar mjög alvarlega og erum undir áhrifum frá Bandaríkjunum og Frakklandi. Á hverjum degi bjóðum við upp á nýbakað bakkelsi og brauð til að taka með heim eða njóta á staðnum með rjúkandi kaffi- eða tebolla.  

 

bordid (92 of 172).jpg

Matseðlar


Matseðlar


Jólaseðill 

Öll kvöld í desember
kl. 17:00 til 20:00

----------

Jólaseðill 

Forréttur
Hreindýratartar á rúgbrauði, reykt eggjakrem, rauðrófur, spírur frá Stefáni Karli
Hey reyktur lax, egg royale, agúrka, piparrót, dill

 

Aðalréttur
Steikt andabringa krydduð með jólakryddum og íslensku blóðbergi, sykurbrúnaðar kartöflur, rauðkál, andasósa ilmuð með appelsínu

 

Eftirréttur
Möndlukaka, creme anglaise, brenndur marengs, Karmeliseruð epli


Verð:
Fjögurra rétta jólaseðill 5490 kr.


Jólaseðill án kjöts

Forréttir
Saltbökuð rauðrófa á stökku rúgbrauði, hunang, spírur frá stefáni karli
Steikt og mjúkt grasker, ristaðar möndlur, kardimomma, graskersfræ

 

Aðalréttur
Grænmetis steik krydduð með jólakryddum og íslensku blóðbergi, sykurbrúnaðar kartöflur, rauðkál, kremaði sveppir

 

Eftirréttur
Karmeliseruð epli, hvítsúkkulaðikrem með kókos, ristaðir hafrar, kanill

 

Verð:
Fjögurra rétta jólaseðill 5490 kr