01unnid_DSC7262 1.jpg
bordid (92 of 172).jpg
01unnid_DSC7262 1.jpg

Maturinn


Á meðan þú skýst á milli funda, situr fyrir framan skjáinn eða sækir krakkana í skólann erum við önnum kafinn við að útbúa kvöldmatinn fyrir þig. Við flysjum og skerum grænmeti og ávexti í salatið, verkum fiskinn og kjötið og eldum í allan þann tíma sem nauðsynlegur er, leyfum sósunum að sjóða niður, bökum sætabrauð og útbúum eftirréttina. Allt á staðnum úr úrvals hráefni af fag-  mönnum sem vita hvað þeir syngja. Við styttum okkur aldrei leið og gerum engar málamiðlanir. Vegna þess að við höfum tímann sem þig skortir

SCROLL DOWN

Maturinn


Á meðan þú skýst á milli funda, situr fyrir framan skjáinn eða sækir krakkana í skólann erum við önnum kafinn við að útbúa kvöldmatinn fyrir þig. Við flysjum og skerum grænmeti og ávexti í salatið, verkum fiskinn og kjötið og eldum í allan þann tíma sem nauðsynlegur er, leyfum sósunum að sjóða niður, bökum sætabrauð og útbúum eftirréttina. Allt á staðnum úr úrvals hráefni af fag-  mönnum sem vita hvað þeir syngja. Við styttum okkur aldrei leið og gerum engar málamiðlanir. Vegna þess að við höfum tímann sem þig skortir

VIRKIR DAGAR

Dagurinn byrjar kl. 11 á Borðinu. Það er alltaf kveikt á könnunni og ilmur af nýbökuðu bakkelsu og matarilmur tekur á móti þér.  Í hádeginu fær ímyndunaraflið lausan tauminn. Hádegismatur er frá 11:30 til 14:00

Hádegisréttur dagsins inniheldur annað hvort kjöt eða fisk en um er að ræða ljúffenga og næringarríka heita máltíð. Verð 2.090 kr.

Matarmikið salat sem er aldrei eins en samanstendur alltaf af brakandi fersku káli, árstíðabundnu grænmeti og ávöxtum, hnetum og dressingu. Verð 1.990 kr. Á salatið er einnig hægt að bæta við hægelduðu eggi og/eða kjöti ef áhugi er fyrir því.

Yfir allan daginn fást gómsætar samlokur með ítölsku áleggi að eigin vali og sinneps pikkluðu grænmeti. Hver samloka er gerð eftir pöntun.

VIRK KVÖLD

Á kvöldin tekur við matseðill mánaðarins sem inniheldu alltaf; kjötrétt, kjúklingarétt, grænmetisrétt, fiskrétt, matarmikið salat og barnarétt. Fyrsta mánudag hvers mánaðar kemur nýr kvöldseðill. 

HELGAR

Dögurður er okkur hjartans mál! Við bjóðum upp á ómótstæðilega rétti þar sem bæði framúrstefnulegir réttir fá að njóta sín í bland við klassíska góðkunningja.

ALLTAF
Síðast en ekki síst tökum við eftirréttina okkar mjög alvarlega og erum undir áhrifum frá Bandaríkjunum og Frakklandi. Á hverjum degi bjóðum við upp á nýbakað bakkelsi og brauð til að taka með heim eða njóta á staðnum með rjúkandi kaffi- eða tebolla.  

 

bordid (92 of 172).jpg

Matseðlar


Matseðlar


Apríl