-jólin 2.jpg
-jólin 2.jpg

JÓLIN 2017


SCROLL DOWN

JÓLIN 2017


Við á Borðinu erum mikil jólabörn. Í aðdraganda jóla fer að gæta áhrifa frá jólunum og matargerðarhefðum þeim tengdum. Jólin hjá okkur í ár hefjast fimmtudaginn 23. nóvember. Í hádeginu verður boðið upp á jólaseðilinn eftir sérpöntun ásamt rétti dagsins í jólaþema og matarmiklu salati en við getum lofað því að stemningin verður ekki síður hátíðleg í hádeginu. Á kvöldin fyllist salurinn af kertaljósum og notalegu andrúmslofti þar sem við berum á borð fjögurra rétta jólaseðil undir ljúfri jólatónlist. Jólaseðill Borðsins skiptist í hefðbundinn jólaseðill og grænmetis jólaseðil sem hentar grænmetisætum og þeim sem borða ekki mjólkurvörur. 

Jólaseðill Borðsins

Forréttur

Hreindýratartar á rúgbrauði, reykt eggjakrem, rauðrófur, spírur frá Stefáni Karli

Hey reyktur lax, egg royale, agúrka, piparrót, dill

Aðalréttur

Steikt andabringa krydduð með jólakryddum og íslensku blóðbergi, sykurbrúnaðar kartöflur, rauðkál, andasósa ilmuð með appelsínu

Eftirréttur

Möndlukaka, creme anglaise, brenndur marengs, karmeliseruð epli

Fjögurrarétta seðill

Verð 5490 kr.

 

Jólaseðill án kjöts

Forréttir

Saltbökuð rauðrófa á stökku rúgbrauði, hunang, spírur frá Stefáni Karli

Steikt og mjúkt grasker, ristaðar möndlur, kardimomma, graskersfræ

Aðalréttur

Grænmetis steik krydduð með jólakryddum og íslensku blóðbergi, sykurbrúnaðar kartöflur, rauðkál, kremaðir sveppir

Eftirréttur

Karmeliseruð epli, hvítsúkkulaðikrem með kókos, ristaðir hafrar, kanill

Fjögurra rétta seðill

Verð 5490 kr. 

Tekið á móti borðapöntunum á netfangið bordid@bordid.is og endilega sendið okkur línu til að fá frekari upplýsingar. 

Hádegismatur virka daga er á boðstólnum frá kl 11:30 til 15. Panta þarf sérstaklega ef óskað er eftir jólaseðlinum í hádeginu fyrir hópa. Á kvöldin alla daga vikunnar í desember verður jólaseðillinn á boðstólnum frá kl. 18:00 til 20:00. Við erum þó alltaf til í að hafa gesti lengur hjá okkur eða eins lengi og við höfum leyfi til, til kl. 23. Við erum ekki með vínveitingaleyfi og því hvetjum við fólk til að koma með sitt eigið vín til að njóta með matnum. Hógvært þjónustugjald er tekið fyrir flöskuna eða 1000 kr. 

Einnig bjóðum við upp á að panta jólaseðilinn út úr húsi. Verð á mann er það sama og sendingarkostnaður innifalinn ef pantaðir eru 10 eða fleiri skammtar. 

Verslunin verður stútfull af hágæða mat- og gjafavöru og starfsfólk okkar á þönum við að segja viðskiptavinum frá, hjálpa til við pörun og innpökkun og hella upp á rjúkandi heitt kaffi og kakó í kuldanum.

Við bjóðum einnig bjóða upp á gjafakörfur sem við höfum sérvalið vörur í og henta vel sem tækifærisgjafir, en jafnframt sem starfsmanna eða kúnnagjafir fyrir fyrirtæki, 

Ein helsta sérstaða verslunarinnar er mjög breitt vöruúrval af matvöru sem við flytjum beint inn frá rótgrónum framleiðendum víðsvegar um Evrópu og víðar og eru því langflestar ekki í boði í öðrum verslunum hér á landi. Önnur sérstaða Borðsins er eldhúsið okkar þar sem kokkar og bakarar útbúa á hverjum degi mat og sætabrauð frá grunni úr besta fáanlega hráefni.

Matreiðslumaðurinn okkar, Ómar Stefánsson mun útbúa ýmsar afurðir í aðdraganda jóla með aðstoð frá okkar frábæra starfsfólki í eldhúsinu. Catharine, Lara og nonna Agga bakarasérfræðingar munu einnig ekki sitja auðum höndum og munu reiða fram jólakökur frá mörgum heimshornum.

Í samstarfi við víninnflytjanda getum við jafnframt boðið upp á frábær ítölsk vín sem hægt er að para við innihald karfanna. Öllu verður þessu svo fallega innpakkað að ósk viðskiptavinarins.

Ef áhugi er fyrir nánari upplýsingum um jólakörfur vinsamlegast sendið fyrirspurn á bordid@bordid.is 

kosyjol.jpg