bordid (97 of 172) (Fyrirtækjamatur).jpg
bordid (97 of 172) (Fyrirtækjamatur).jpg

Fyrirtæki


SCROLL DOWN

Fyrirtæki


 

Borðið þjónustar fyrirtæki og leggur mikið upp úr persónulegri og sérsniðinni þjónustu. Þær leiðir sem fyrirtækjum standa til boða eru eftirfarandi:

1.      Hádegismatur dagsins á Borðinu. Réttur dagsins er breytilegur, um er að ræða ljúffenga og næringarríka heita máltíð sem inniheldur kjötmeti, grænmeti og sósu eða soð. 

2.      Matarmikið salat að hætti Borðsins. Matarmikla salatið er aldrei eins en samanstendur alltaf af brakandi fersku káli, árstíðabundnu grænmeti og ávöxtum, súrdeigsteningum, hnetum og dressingu. Á salatið er hægt er að bæta við hægelduðu eggi og/eða kjöti ef áhugi er fyrir því.
 
Þessu til viðbótar bjóðum við upp á nýbakað bakkelsi fyrir fundi og vinnustaðakaffi, smárétti og matarmeiri rétti fyrir tilfallandi partý og móttökur og ýmislegt fleira.  
 
Við leggjum mikla áherslu á að afhenda matinn á eins umhverfisvænan hátt og kostur er. Ef skammtar eru 10 eða fleiri afhendum við salatið í stálskálum og kjötréttina á bökkum sem við sækjum við næstu komu. Ef skammtar eru færri sendum við matinn í niðurbrjótanlegum umbúðum frá Vegware sem við notum á Borðinu. 
 
Sendingarkostnaður er innifalinn í verðinu þegar pantaðir eru 10 eða fleiri skammtar.
Hafðu samband við pantanir@bordid.is fyrir frekari upplýsingar.